Miklar umbætur í viðveru, þægilegra ráðningarferli og meiri sveigjanleiki í ágúst útgáfu Kjarna
Við leggjum metnað í að þróa Kjarna út frá raunverulegum þörfum og ábendingum notenda. Markmiðið er ávallt að einfalda flókin ferli til að bæta upplifun allra notenda, hvort sem það eru mannauðs- og launadeildir eða stjórnendur. Í ágúst útgáfu Kjarna kynnum við fjölbreyttar viðbætur sem gera kerfið sveigjanlegra og þægilegra í notkun. Hér verður farið yfir það helsta.

Mismunandi þarfir uppfylltar
Mannauðstölfræði á Kjarnavef
Þarfir viðskiptavina Kjarna eru mismunandi. Stór hópur vill sjá mannauðstölfræði á upphafssíðu Kjarnavefs niður á launamenn, þar sem einstaklingar í fleiri en einu starfi eru taldir oftar en einu sinni. Aðrir kjósa að sjá tölfræðina niður á starfsmenn, þar sem hver einstaklingur er aðeins talinn einu sinni.
Til að koma til móts við þessar þarfir er nú stillingaratriði hvort tölfræðin birtist niður á launamenn eða starfsmenn.

Enn meiri sveigjanleiki við styrkumsóknir
Frá upphafi hefur verið hægt að birta mismunandi styrki eftir ráðningartegund, t.d. eftir því hvort starfsmaður er fastráðinn eða tímabundið ráðinn.
Nú hefur frekari sveigjanleika verið bætt við þar sem einnig er hægt að stýra birtingu þeirra styrkja sem eru í boði út frá starfshlutfalli starfsmanna og því hvenær hann hóf störf.
Þægilegra ráðningarferli
Til þægindarauka hefur nýrri virkni verið bætt við ráðningarhluta Kjarna.

Sjálfvirk þýðing á auglýsingum: Kjarni stingur sjálfkrafa upp á enskri þýðingu á auglýsingatexta og spurningum.
Útfærsla: Nú er hægt að móta auglýsingatexta með meiri sveigjanleika en áður.
Merkja stjórnendur: Ráðningarfulltrúar geta nú merkt stjórnendur í umsókn og þannig vakið athygli þeirra á áhugaverðum umsækjendum.
Miklar umbætur í viðveruhluta Kjarna
Sífellt fleiri viðskiptavinir hafa tekið viðveruhlutann í notkun og samhliða því koma reglulega góðar ábendingar. Í ágúst útgáfunni hefur margt nýtt bæst við þann kerfishluta.

Tímaútreikningur: Útfært hefur verið algjörlega nýtt tímayfirlit, Tímaútreikningur, sem sýnir á skýran hátt tíma- og álagsútreikning niður á daga.
Dagvinna með álagi: Hægt er að birta dagvinnu með álagi í tímayfirliti með því að stilla viðkomandi launalið á þann hátt.
Álagsútreikningur á veikindi: Viðveruhlutinn getur nú höndlað álagsútreikning á veikindi.
Fleiri tímabil innan dags: Skráningarform vinnutímaskilgreininga á launatöflum hefur verið gert skýrara auk þess sem notendur geta nú skráð fleiri tímabil innan dagsins en áður var hægt.
Breyttar stimplanir merktar: Bætt hefur verið við merkingu sem flaggar því ef stimplun hefur verið breytt.
Hópskráningar: Nú er hægt að skrá færslur á marga starfsmenn í einu, t.d. stimplun, yfirvinnu, launalaust leyfi eða fæðingarorlof.
Starfsmannaleit: Starfsmannaleit hefur verið gerð þægileg í viðveruhluta.
Einfaldari aðgangsstýringar: Nú er einfaldara en áður að stilla aðgang að viðveru starfsfólks fyrir tímastjóra sem ekki eru þeirra næstu yfirmenn.
Flutningur tíma: Tímayfirlit við flutning tíma hefur verið bætt.
Viðveruspjald: Nú er hægt að birta viðveruspjald í Teymið mitt.
Góð yfirsýn yfir orlofsskipulag teyma
Orlofsyfirlitið sýnir nú yfirlit yfir allt samþykkt orlof auk þess orlofs sem bíður samþykktar. Ef samþykktri orlofsbeiðni er breytt eða eytt af stjórnanda uppfærast þær breytingar jafnóðum í orlofsyfirliti starfsfólks. Við höfum einnig:
Aðgreint helgar og frídaga betur frá vinnudögum.
Bætt við nýju yfirliti beiðna, þ.á.m. orlofsbeiðna, sem sýnir allar beiðnir aftur í tímann. Auðvelt er að veita staðgengli stjórnanda eða öðru starfsfólki aðgang að þessu yfirliti svo þau geti samþykkt eða hafnað beiðnum í fjarveru stjórnandans.

Öryggi og skilvirkni í launavinnslu
Við erum sífellt vakandi fyrir því að auka öryggi og skilvirkni í launahluta Kjarna með það í huga að lágmarka villur og rangar skráningar.
Í ágúst útgáfunni hafa meðal annars þessi atriði bæst við:
Komið hefur verið í veg fyrir að hægt sé að loka útborgunum sem innihalda villur. Ef villur koma upp í útborgun þarf að lagfæra þær áður en hægt er að loka útborgun.
Á valskjá fyrir launaseðla er núna hægt að keyra þá upp útfrá ákveðnum launafulltrúa eða kostnaðarstöð.
Framvegis verður hægt að sækja nýjar forsendur staðgreiðslu um áramót beint í Kjarna í gegnum vefþjónustu og stofnast þá ný lína fyrir skattaskilgreiningu ársins.
Við vistun launamiða sem senda á til banka er hægt að breyta í skráarslóð að eigin vali.
Útbúin hefur verið fjöldagildisbreyting fyrir launalið í áætlun þar sem hægt er að breyta einu eða fleiri gildum í einu fyrir einn eða fleiri mánuði.
Ýmsar aðrar viðbætur
Flís fyrir bankaspjald hefur verið bætt við Teymið mitt.
Nú er hægt að fela flís fyrir nánasta aðstandanda í Teymið mitt.
Möguleiki er á að haka við í starfsmannaspjaldi að vanskilayfirlit starfsmanns hafi verið skoðað.
Möguleiki á flokkun á ástæðum starfsloka, sjálfviljug/ósjálfviljug, fyrir skýrslugerð, m.a. Power BI.
