Kjarni
Mannauður
Einfaldaðu starfsmannamál fyrirtækisins með mannauðshluta Kjarna. Mannauðshluti Kjarna heldur utan um allar upplýsingar starfsfólks frá ráðningu til starfsloka. Þar er auðvelt að sækja og vinna með tölfræðiupplýsingar sem auðveldar alla gagnavinnslu og skýrslugerð.
Kjarni
Ráðningar
Ráðningarnar saman standa af umsóknavef, þar sem umsækjendur geta sent inn umsókn í gegnum heimasíðu fyrirtækis, og Kjarna vef þar sem úrvinnsla umsókna fer fram. Hægt er að bera umsækjendur saman, senda út svarbréf og ráða umsækjendur.
Kjarni
Fræðsla
Fræðsluhlutinn heldur utan um fræðsludagskrá fyrirtækis og námskeiðsþátttöku starfsfólks. Starfsfólk getur á starfsmannavef séð yfirlit yfir þau námskeið sem eru í boði og skráð sig. Í fræðsluhlutanum er hægt að taka út yfirlit yfir styrkumsóknir til stéttarfélaga eða starfsmenntunarsjóða.
Kjarni
Frammistöðumat
Í Kjarna er haldið utan um frammistöðumat starfsfólks. Frammistöðumatseyðublöð eru stofnuð í Kjarna og starfsmaður og yfirmaður fylla út eyðublað fyrir frammistöðumat á starfsmannavef.
Kjarni
Laun
Laun og ávinnslur
Hraðvirk launavinnsla í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr því að létta skil á kjaraupplýsingum til þriðja aðila og eru því helstu kjarakannanir á íslenska markaðnum innbyggðar í lausnina, þ.m.t. launaskýrslur vegna jafnlaunavottunar.
Launaáætlun
Einfalt er að útbúa nákvæma launaáætlun með launum og launatengdum gjöldum. Hægt er að skrá allar þekktar breytingar fram í tímann, s.s. kjarasamningshækkanir og skipulagsbreytingar, og tekur launaáætlunin mið af þessum upplýsingum.
Kjarni
Viðvera
Í viðveruhluta Kjarna getur starfsfólk stimplað sig inn/út til vinnu með einföldum hætti og haft yfirsýn yfir sínar tímaskráningar.
Stjórnendur hafa einnig aðgang að stimplunum sinna undirmanna þar sem þeir geta lagfært og búið til skráningar eins og þörf er á.
Hægt er að senda tímaskráningar starfsfólks beint úr viðveru yfir í launahluta Kjarna.
Kjarni
Dagpeningar
Í dagpeningalausninni er með einföldum hætti hægt að halda utan um ferðir starfsfólks, bæði innanlands og utan. Starfsfólk getur skráð dagpeningabeiðni á starfsmannavef sem birtast stjórnendum til samþykktar á Kjarna vef. Einnig er hægt að lesa þær inn úr öðrum kerfum. Fyrir þá sem greiða dagpeningana strax er hægt er að bóka dagpeninga á lánadrottinn, greiða þá fyrirfram og senda starfsmanni tölvupóst með yfirliti yfir væntanlega greiðslu. Að endingu eru svo samþykktir dagpeningar fluttir í útborgun þar sem lokaúrvinnslan fer fram.
Kjarni
Gátlistar
Gátlistarnir geta verið fjölbreyttir og henta vel við að tryggja að gengið sé frá öllum nauðsynlegum atriðum við upphaf starfs og við starfslok starfsmanns.

Kjarni
Mötuneyti
Starfsfólk skráir sig í mat og skráningar flæða yfir í launahluta Kjarna. Mötuneytislausnin býður upp á stakar máltíðir, mataráskrift og kaup á ákveðnum vörutegundum. Til viðbótar við skráningu starfsfólks er einnig hægt að skrá gesti starfsfólks, gesti fyrirtækis og verktaka.
Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.