Betri yfirsýn og minni matarsóun
Hagkvæmur mötuneytisrekstur
Mötuneytislausn Kjarna einfaldar alla umsýslu í kringum mötuneytisrekstur. Starfsfólk getur skráð sig í mat á einfaldan hátt og allar færslur berast sjálfkrafa í launakerfið. Með nákvæmri tölfræði er auðvelt að skipuleggja innkaup, draga úr matarsóun og halda utan um allar færslur.
Mötuneytislausnin býður upp á stakar máltíðir, mataráskrift og kaup á ákveðnum vörutegundum.

Hagkvæmni í fyrirrúmi
Ávinningur
Minni matarsóun
Starfsfólk getur skráð sig fyrir fram í mat sem auðveldar skipulag og tryggir magn.
Enginn tvíverknaður
Allar skráningar flæða sjálfkrafa yfir í launahluta Kjarna. Engin handavinna og enginn tvíverknaður.
Öflug tölfræði
Fáðu nákvæma yfirsýn yfir sölutölur, vinsælustu vörurnar og þróun á milli tímabila. Taktu upplýstar ákvarðanir byggðar á rauntímagögnum.
Viðskiptagreind
Nákvæm tölfræði og greining
Tölfræðihluti mötuneytislausnarinnar veitir ítarlega innsýn í reksturinn. Fylgstu með söluhæstu vörunum, greindu þróun milli tímabila og berðu saman sölu milli verslana og mötuneyta. Með nákvæmri tölfræði er auðvelt að greina vinsælustu vörurnar, hvar mesta salan á er og hvernig kauphegðun breytist yfir tíma.

Sveigjanleiki
Fjölbreyttar lausnir fyrir ólíkar þarfir
Sveigjanleg verðlagning
Settu upp mismunandi verð eftir tímum dags og Kiosk-kerfið uppfærir verðið sjálfkrafa og tryggir rétta verðlagningu samkvæmt tímasetningu.
Öflug aðgangsstýring
Veittu ytri aðilum öruggan aðgang að kerfinu þar sem þeir geta stofnað og óvirkjað sitt starfsfólk og séð yfirlit færslur á einfaldan hátt.
Fjölbreyttar greiðsluleiðir
Bjóddu upp á stakar máltíðir, mataráskrift eða vörukaup í verslun. Kerfið heldur utan um allar færslur og sendir þær yfir í launakerfið.
Snjallforrit Kjarna
Þægilegt aðgengi fyrir starfsfólk
Starfsfólk getur á einfaldan hátt skráð sig í mat í gegnum snjallforrit Kjarna. Með fyrirframskráningu getur starfsfólk valið hvaða daga þau ætla að vera í mat, sem auðveldar skipulag og minnkar matarsóun.
Allar mötuneytis- og verslunarfærslur eru aðgengilegar á starfsmannavefnum sem gefur góða yfirsýn yfir frádrætti á launaseðlum - engin þörf á að leita til mannauðs- og launadeildar.

Viltu vita meira um mötuneytislausn Kjarna?
