Örugg tímaskráning

Haltu utan um tímaskráningar með viðveruhluta Kjarna

Viðveruhluti Kjarna er innbyggður hluti af kerfinu og einfaldar alla tímaskráningu og viðverustjórnun. Starfsfólk getur skráð viðveru og/eða fjarveru á þann hátt sem hentar því best og stjórnendur fá heildaryfirsýn yfir sitt teymi á einum stað.

Skilvirkari vinnubrögð

Ávinningur

  • Sveigjanleg skráning

    Starfsfólk getur skráð viðveru á margvíslegan hátt - hvort sem það er í spjaldtölvu, í snjallforriti eða á starfsmannavef.

  • Betri yfirsýn fyrir stjórnendur

    Fylgstu með viðveru starfsfólks í rauntíma. Sjáðu hvar starfsfókl er að vinna, hvort sem það er erlendis, í fjarvinnu eða á starfsstöð.

  • Sjálfvirk réttindastýring

    Kerfið heldur utan um orlofs- og veikindarétt samkvæmt kjarasamningum.

Skipulagt verklag

Nákvæmt utanumhald

Stjórnendur hafa góða yfirsýn yfir fjarveru starfsfólks og geta auðveldlega skipulag mönnun. Orlofsbeiðnir berast sjálfkrafa til samþykktar og stjórnendur geta séð hvernig orlofsóskir passa við aðra í teyminu. Sjálfvirkar tilkynningar um fjarveru tryggja að réttur aðili fái alltaf upplýsingar um breytingar.

Sveigjanleg lausn

Fjölbreytt virkni fyrir allar þarfir

Sveigjanleg skráning

Kerfið býður upp á margar leiðir til tímaskráningar sem henta öllum þörfum. Hægt er að skrá marga í einu og kerfið kemur með snjallar uppástungur um tímalengd. Með læsingu tímabila er tryggt að engar óvæntar breytingar eigi sér stað.

Öflug réttindastýring

Hægt er að skilgreina réttindi nákvæmlega eftir kjarasamningum með sjálfvirkri stýringu á orlofi og veikindum. Kerfið styður mismunandi vinnutímaskilgreiningar og sérsniðnar reglur fyrir ólíka hópa starfsfólks.

Samþætting við launavinnslu

Öll viðverugögn tengjast sjálfkrafa við launakerfið með nákvæmum útreikningi á álagi. Skilgreindar vinnureglur tryggja rétta meðhöndlun gagna og áreiðanlega launavinnslu.

Viltu vita meira um viðveruhluta Kjarna?
Tengt efni

Þú gætir einnig haft áhuga á

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.