Við vinnum með fjöldanum öllum af ólíkum fyrirtækjum
Hafnarfjörður valdi kjarna
Hafnarfjörður innleiðir Kjarna á mettíma
Hafnarfjarðarbæ var að færa launa- og mannauðskerfi sín yfir í Kjarna frá Origo. Fyrsta launakeyrslan fór í gegn síðustu mánaðarmót og tók innleiðingin undir tvo mánuði.
Kjarni er einfalt í notkun, aðgengilegt og notendavænt. Kerfið auðveldar stjórnendum að hafa yfirsýn og aðgengi að mikilvægum gögnum. Með innleiðingu Kjarna hefur álag á mannauðssvið minnkað þar sem starfsfólk hefur núna aðgang að aukinni sjálfsþjónustu í gegnum starfsmannavef Kjarna.
Við tókum fræðsluhluta Kjarna nýlega í notkun og hefur vefurinn stutt mjög vel við innanhúss fræðsludagskrá sem við erum að keyra í fyrsta skipti. Öll þjónusta Origo við kerfið hefur verið til fyrirmyndar. Brugðist er hratt við og ávallt af mikilli fagmennsku.
Berglind Bergþórsdóttir
Mannauðsstjóri bílaumboðsins Öskju
Grindavíkurbær hefur nýtt sér Kjarna síðan 2016 en Kjarni er notendavænt mannauðs og launakerfi með frábæra skýrslugerðarmöguleika. Kerfið hentar þörfum sveitarfélaga afar vel.
Það besta við Kjarna er þó þjónustan sem honum fylgir. Hjá Origo starfa virkilega færir sérfræðingar sem alltaf eru til taks til að aðstoða og vinna úr beiðnum stórum sem smáum.
Soffía Snædís Sveinsdóttir
Deildarstjóri launadeildar hjá Grindavíkurbæ
LS Retail hóf innleiðingu á Kjarna í byrjun árs 2020 og finnum við mikinn ávinning af kerfinu. Allar uppflettingar, launasamþykktir og skýrslugerðir eru sérlega þægilegar. Allt viðmót er mjög notendavænt og hjálpin sérlega auðlesin og gagnleg.
Innleiðingin gekk vonum framar og er því að þakka reynslumiklu og þjónustulipru teymi Origo sem studdi okkur við hvert skref.