Kjarni er einfalt í notkun, aðgengilegt og notendavænt. Kerfið auðveldar stjórnendum að hafa yfirsýn og aðgengi að mikilvægum gögnum. Með innleiðingu Kjarna hefur álag á mannauðssvið minnkað þar sem starfsfólk hefur núna aðgang að aukinni sjálfsþjónustu í gegnum starfsmannavef Kjarna.
Við tókum fræðsluhluta Kjarna nýlega í notkun og hefur vefurinn stutt mjög vel við innanhúss fræðsludagskrá sem við erum að keyra í fyrsta skipti. Öll þjónusta Origo við kerfið hefur verið til fyrirmyndar. Brugðist er hratt við og ávallt af mikilli fagmennsku.