UM KJARNA
Það er Kjarni málsins
Það verður seint ofmetið hversu mikilvægt það er að halda vel utan um fólkið sitt. Starfsfólkið, hugvit þess og hæfileikar, eru kjarninn í hverju einasta fyrirtæki og stofnun.
Hvort sem fyrirtækið er stórt eða smærra, í einkarekstri eða opinbera geiranum, þá er eitt traust kerfi sem heldur utan um öll mannauðs- og launamál eitthvað sem margborgar sig.
Við vitum að íslensk fyrirtæki gera kröfur. Þau vilja aðgengilegt kerfi, nógu öflugt og sveigjanlegt til að mæta öllum þeirra þörfum, ásamt því að standast nýjustu kröfur íslensks vinnumarkaðar hverju sinni.
Kjarni er hannaður fyrir þau.
Jafnlaunavottun
Launajafnrétti með Kjarna
Flokkun starfa innan fyrirtækis er forsenda fyrir því að vel takist að ná markmiðum um launajafnrétti. Með því að meta störfin innbyrðis út frá vel skilgreindum viðmiðum, er hægt að tryggja að saman flokkist jafn verðmæt störf. Lykilatriði við innleiðingu jafnlaunastaðalsins er síðan launagreining, en það er reglubundin úttekt á launum og kjörum starfsmanna í því skyni að skoða hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.
Kjarni einfaldar mjög alla yfirsýn og skýrslugerð varðandi launamál fyrirtækja og gerir stjórnendum kleift að:
halda utan um launagögn og kjör starfsmanna og gera vandaðar úttektir á þeim
verðmeta störf eftir ábyrgð, hæfniskröfum, menntun eða reynslu, og taka út jafnlauna-skýrslur með slíkri flokkun
nota launagreiningu til að móta jafnlaunastefnu fyrirtækisins og setja markmið varðandi launajafnrétti kynja
flokka og skila gögnum til úttektaraðila þegar kemur að jafnlaunavottun
Kjarni býður auk þess upp á beintengingu við PayAnalytics