Einfalt utanumhald
Betri stjórn á ferðakostnaði með dagpeningum Kjarna
Með dagpeningahluta Kjarna er einfalt að halda utan um kostnað sem hlýst af ferðum starfsfólks, bæði innanlands og utan.
Starfsfólk getur með örfáum smellum sent inn beiðnir í gegnum starfsmannavef eða snjallforrit Kjarna. Stjórnendur fá skýra yfirsýn yfir allar beiðnir sem gerir þeim kleift að afgreiða þær fljótt og örugglega.

Haltu utan um allan kostnað á einum stað
Ávinningur
Enginn tvíverknaður
Sjálfvirkt ferli léttir störf með því að reikna réttar upphæðir og færa samþykktar beiðnir beint í útborgun.
Fljótleg úrvinnsla
Starfsfólk sendir inn beiðnir með örfáum smellum og stjórnendur geta afgreitt þær á augabragði. Engin þörf á tölvupóstum eða eftirfylgni.
Láttu kerfið vinna fyrir þig
Upplýsingar á réttum stöðum
Allar upplýsingar flæða sjálfkrafa á réttan stað í kerfinu. Samþykktar beiðnir er hægt að flytja beint í launakeyrslu og bókhald, sem tryggir nákvæmni og rekjanleika. Kerfið sendir sjálfkrafa tilkynningar til allra hlutaðeigandi aðila og heldur þannig utan um allt ferlið frá upphafi til enda.

Sveigjanleiki
Fjölbreyttar greiðsluleiðir
Dagpeningahluti Kjarna aðlagast þínum þörfum með fjölbreyttum greiðsluleiðum. Þú velur þá leið sem hentar þínu fyrirtæki best.
Allar upplýsingar á einum stað
Skýr yfirsýn fyrir alla aðila
Starfsfólk hefur alltaf skýra yfirsýn yfir stöðu sinna beiðna og getur fylgst með framvindu í rauntíma á starfsmannavef eða í snjallforriti Kjarna. Stjórnendur fá heildarmynd af ferðakostnaði sinna deilda og geta greint kostnað eftir verkefnum, tímabilum og öðrum forsendum.
Hægt er að lesa inn gögn úr öðrum kerfum sem tryggir að engar upplýsingar týnist.

Viltu vita meira um dagpeninga Kjarna?
