Örugg launavinnsla

Einfaldari launavinnsla með Kjarna

Launahluti Kjarna býður upp á hraðvirka og einfalda launavinnslu í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins.

Mikið er lagt upp úr því að létta skil á kjarasamningum til þriðja aðila og eru því helstu kjarakannanir á íslenska markaðnum innbyggðar í lausnina.

Launavinnsla sem léttir störfin

Ávinningur

  • Samstæðan

    Auðvelt er að reikna laun stórra fyrirtækja og stofnana þar sem starfsemi er skipt upp á nokkrar kennitölur. Engin þörf á að skrá sig inn oftar en einu sinni.

  • Sjálfstæð vinnubrögð

    Launafulltrúar geta sjálfir séð um kjarasamningsbreytingar án aðstoðar þjónustuaðila. Breytingar má framkvæma með einni aðgerð og skrá fram í tímann.

  • Fjölbreyttar tengingar

    Beinar tengingar við helstu bókhaldskerfi og innbyggð skil til þriðja aðila einfaldar upplýsingagjöf og sparar tíma.

Tökum óvissuna úr launaáætlunum

Einfaldari launavinnsla

Njóttu þess að vera með launamálin á hreinu með Kjarna, sem sameinar allar nauðsynlegar aðgerðir í launavinnslu í eitt skilvirkt kerfi.

Innsýn í launamálin

Öflugt greiningartól

Með Kjarna hefur þú aðgang að ítarlegum greiningum og skýrslum sem gefa þér dýrmæta innsýn í launamál fyrirtækisins. Útbúðu sérsniðnar skýrslur fyrir jafnlaunavottun, fylgstu með launaþróun og greindu starfsmannaveltu.

Innbyggðar kjarakannanir auðvelda þér að taka þátt í mikilvægum markaðskönnunum og bera saman stöðu þíns fyrirtækis við markaðinn. Þetta gefur þér heildstæða yfirsýn yfir launakostnað og hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir um launamál.

Hvað segja viðskiptavinir um Kjarna?

Umsagnir viðskiptavina

Íslensk lausn fyrir íslensk fyrirtæki

Hannað fyrir íslenskan markað

Launahluti Kjarna er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum íslensks vinnumarkaðar. Kerfið uppfyllir allar kröfur íslenskra kjarasamninga og er reglulega uppfært í takt við breytingar á þeim. Með innbyggðum skilum fyrir helstu kjarakannanir og sjálfvirkum skilum á gögnum til opinberra aðila sparast mikill tími og fyrirhöfn.

Viltu vita meira um launahluta Kjarna?
Tengt efni

Þú gætir einnig haft áhuga á

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.