Launahluti Kjarna býður upp á hraðvirka og einfalda launavinnslu í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins.
Mikið er lagt upp úr því að létta skil á kjarasamningum til þriðja aðila og eru því helstu kjarakannanir á íslenska markaðnum innbyggðar í lausnina.
Auðvelt er að reikna laun stórra fyrirtækja og stofnana þar sem starfsemi er skipt upp á nokkrar kennitölur. Engin þörf á að skrá sig inn oftar en einu sinni.
Sjálfstæð vinnubrögð
Launafulltrúar geta sjálfir séð um kjarasamningsbreytingar án aðstoðar þjónustuaðila. Breytingar má framkvæma með einni aðgerð og skrá fram í tímann.
Fjölbreyttar tengingar
Beinar tengingar við helstu bókhaldskerfi og innbyggð skil til þriðja aðila einfaldar upplýsingagjöf og sparar tíma.
Tökum óvissuna úr launaáætlunum
Einfaldari launavinnsla
Njóttu þess að vera með launamálin á hreinu með Kjarna, sem sameinar allar nauðsynlegar aðgerðir í launavinnslu í eitt skilvirkt kerfi.
Öflug reiknivél
Öflug reiknivél er í Kjarna sem sér um útreikning á launum og ávinnslu, með nákvæmri útfærslu á orlofi, persónuafslætti og öðrum launatengdum gjöldum.
Ein aðgerð
Með einni aðgerð er hægt að senda launin í greiðslu og bókhald. Engin handavinna og enginn tvíverknaður.
Sveigjanleg lausn
Kerfið styður við margar kennitölur og störf, sem gerir það kjörið fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir með fjölbreytta starfsemi.
Nákvæm launaáætlun
Útbúðu nákvæmar launaáætlanir með öllum launatengdum gjöldum fyrir allt árið. Skráðu þekktar breytingar fram í tímann og fáðu raunhæfa mynd af launakostnaði.
Rauntímayfirsýn
Stjórnendur geta fylgst með launaáætlunum sinna teyma í gegnum Kjarnavef og tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á rauntímagögnum.
Innsýn í launamálin
Öflugt greiningartól
Með Kjarna hefur þú aðgang að ítarlegum greiningum og skýrslum sem gefa þér dýrmæta innsýn í launamál fyrirtækisins. Útbúðu sérsniðnar skýrslur fyrir jafnlaunavottun, fylgstu með launaþróun og greindu starfsmannaveltu.
Innbyggðar kjarakannanir auðvelda þér að taka þátt í mikilvægum markaðskönnunum og bera saman stöðu þíns fyrirtækis við markaðinn. Þetta gefur þér heildstæða yfirsýn yfir launakostnað og hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir um launamál.
Þetta var minna mál en ég bjóst við að skipta um launakerfi. Ég hafði miklað þetta aðeins fyrir mér því það er svo mikið undir en þetta var tiltölulega einfalt mál. Einfaldara en ég hafði þorað að vona.
Þröstur Magnússon
Starfsmannastjóri Rarik
Kjarni hefur fært okkur alla helstu virkni sem nútíma launakerfi búa yfir.
Kristján H. Kristjánsson
Mannauðsstjóri Slippurinn Akureyri
Allar uppflettingar, launasamþykktir og skýrslugerðir eru sérlega þægilegar. Allt viðmót er mjög notendavænt og hjálpin sérlega auðlesin og gagnleg.
Innleiðingin gekk vonum framar og er því að þakka reynslumiklu og þjónustulipru teymi Origo sem studdi okkur við hvert skref.
Bergþóra Hrund Ólafsdóttir
Chief HR Officer hjá LS Retail
Íslensk lausn fyrir íslensk fyrirtæki
Hannað fyrir íslenskan markað
Launahluti Kjarna er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum íslensks vinnumarkaðar. Kerfið uppfyllir allar kröfur íslenskra kjarasamninga og er reglulega uppfært í takt við breytingar á þeim. Með innbyggðum skilum fyrir helstu kjarakannanir og sjálfvirkum skilum á gögnum til opinberra aðila sparast mikill tími og fyrirhöfn.