Rétta fólkið í rétt störf
Frá auglýsingu til undirritunar
Ráðningarhluti Kjarna einfaldar allt ferlið frá auglýsingu til ráðningar. Sjálfvirknivæðing ferla og góð yfirsýn fækkar skrefum og gerir ferlið þægilegt fyrir bæði umsækjendur og ráðningarfulltrúa.

Ráðningar sem skila árangri
Ávinningur
Einfaldara ráðningarferli
Straumlínulagað ferli sparar tíma og fyrirhöfn. Settu upp auglýsingar, taktu á móti umsóknum og afgreiddu ráðningar á einum stað. Allar upplýsingar flæða beint í gegnum kerfið.
Betri yfirsýn yfir umsækjendur
Öflugt yfirlit veitir skýra mynd af öllum umsækjendum. Gefðu einkunnir, skráðu athugasemdir og haltu utan um öll samskipti á einum stað.
Ánægjuleg upplifun umsækjenda
Notendavænt umsóknarferli sem skapar jákvæða ímynd fyrirtækisins.
Ráðningar frá A-Ö
Heildstætt ráðningarferli
Ráðningarferlið verður skilvirkara með Kjarna. Byrjaðu á að setja upp auglýsingu með stöðluðum spurningum eða sérsniðnum skimunarspurningum sem auðveldar alla úrvinnslu umsókna.

Notendavænt umsóknarferli
Fagleg úrvinnsla umsókna
Ráðningarfulltrúar fá skýra yfirsýn yfir allar umsóknir í notendavænu viðmóti. Kerfið heldur utan um öll samskipti við umsækjendur, hvort sem það er að senda höfnunarbréf, óska eftir viðbótargögnum eða boða í viðtal.
Gefðu umsækjendum einkunn út frá einstaklingnum sjálfum eða starfinu sem sótt er um. Þannig er auðvelt að hafa yfirsýn yfir umsækjendur sem gætu jafnvel hentað betur í aðrar stöður innan fyrirtækisins.

Enginn tvíverknaður
Örugg og fljótleg ráðning
Þegar rétti umsækjandinn hefur verið valinn tekur við einfalt og sjálfvirkt ráðningarferli sem tryggir nákvæmni og sparar tíma.
Viltu vita meira um ráðningarhluta Kjarna?
