Verðmætari kerfi með viðskiptagreind
Gagnadrifin mannauðs- og launamál
Viðskiptagreind Kjarna veitir þér dýrmæta innsýn í mannauðs- og launamál fyrirtækisins. Með öflugu mælaborði og rauntímagreiningum getur þú tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á áreiðanlegum gögnum.

Viðskiptagreind Kjarna
Ávinningur
Upplýstari ákvarðanir
Taktu ákvarðanir byggðar á traustum gögnum, ekki ágiskunum. Fylgstu með þróun lykilmælikvarða og greindu tækifæri til umbóta.
Heildaryfirsýn í rauntíma
Fylgstu með öllum mikilvægum mælaborðum á einum stað. Fáðu skýra mynd af öllum lykilupplýsingum.
Sérsniðnar greiningar
Búðu til þínar eigin skýrslur með einföldu viðmóti. Við bætum reglulega við nýjum greiningarmöguleikum.
Prufuaðgangur
Viltu sjá hvernig viðskiptagreind Kjarna virkar?
Fylltu út formið hér að neðan og sjáðu strax hvernig viðskiptagreind Kjarna virkar.

Leiðandi í gagnagreiningu
Öflugt greiningartól með Microsoft Power BI
Viðskiptagreind Kjarna byggir á Microsoft Power BI, sem er leiðandi lausn í gagnagreiningu. Með notendavænu viðmóti er einfalt að búa til og deila skýrslum innan fyrirtækisins. Öflugar aðgangsstýringar tryggja að réttir aðilar hafi aðgang að viðeigandi gögnum og mögulegt er að tengja við önnur gögn til að fá enn heildstæðari mynd af rekstrinum.

Aðstoð
Stuðningur við þitt teymi
Við leggjum áherslu á að veita þér allan þann stuðning sem þú þarft til að ná hámarksárangri. Fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í gagnagreiningu bjóðum við upp á sérsniðin námskeið í Microsoft Power BI. Við aðstoðum einnig við uppsetningu og aðlaganir, veitum ráðgjöf við gagnagreiningu og getum útvegað Power BI leyfi ef þörf krefur.

Viltu vita meira um viðskiptagreind Kjarna?
