Haltu utan um ferðakostnað með Dagpeningum Kjarna

Í Kjarna getur þú fylgst með kostnaði sem hlýst af ferðum starfsfólks innan sem utanlands.

17. mars 2024

Í dagpeningalausn Kjarna er með einföldum hætti hægt að halda utan um ferðir starfsfólks, bæði innanlands og utan. Starfsfólk getur skráð dagpeningabeiðni á starfsmannavef sem birtist stjórnendum til samþykktar á Kjarnavef. Starfsfólk hefur yfirsýn yfir sendar beiðnir á starfsmannavefnum og getur þar fylgst með stöðu beiðnanna.

Á Starfsmannavef er hægt að:

Fylla út dagpeningabeiðni sem birtist stjórnendum til samþykktar á Kjarnavef.

Hafa yfirsýn yfir sendar beiðnir og fylgjast þar með stöðu beiðna.

Á Kjarnavef birtast dagpeningabeiðnir yfirmönnum sem fara yfir beiðnirnar.

Þar getur stjórnandi:

Samþykkt eða hafnað dagpeningabeiðnum sinna starfsmanna.

Skráð dagpeninga fyrir sitt fólk.

Lesið inn dagpeninga úr öðrum kerfum.

Haft yfirsýn yfir beiðnir og stöðu þeirra.

Samþykktir dagpeningar eru fluttir í útborgun þar sem lokaúrvinnslan fer fram. Fyrir þá sem greiða dagpeningana strax er hægt að bóka dagpeninga og senda yfir í fjárhag, greiða þá fyrirfram og senda starfsmanni tölvupóst með yfirliti yfir væntanlega greiðslu.

RÁÐNINGARHLUTI KJARNA

Villtu vita meira um dagpeninga í Kjarna?

Bókaðu fund með ráðgjafa

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2023 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.