Sveigjanlegri vinnubrögð og betri upplifun í desember útgáfu Kjarna
Desember útgáfa Kjarna er komin út. Útgáfan miðar að því að halda áfram að einfalda ferla, auka sjálfvirkni og veita viðskiptavinum okkar enn betri yfirsýn yfir mannauðs- og launamálin. Hér förum við yfir það helsta.

Enn þægilegri yfirsýn yfir hæfnisskráningu
Samanburðarvirknin hefur verið uppfærð með nýjum síum og möguleikum til að raða eftir dálkum. Þetta er til þægindarauka svo hægt sé að skoða sérstaklega hverjir hafa ákveðna hæfni eða kunnáttu.
Einnig er nú hægt að birta númer á gildi skala sem gefur skýrari mynd af því hversu vel starfsfólk uppfyllir kröfur starfs.
Sérsniðnar spurningar til umsækjenda
Viðskiptavinir hafa ólíkar forsendur í ráðningum og því er nú hægt að senda umsækjendum sérsniðnar spurningar þegar óskað er eftir gögnum. Hægt er að velja spurningar úr spurningabanka eða bæta inn nýrri spurningu í ferlinu sjálfu án þess að vista hana sérstaklega. Þegar ráðningu er lokið er hægt að nálgast þessar upplýsingar á starfsmanninum á Kjarnavef.
Starfsmannaskírteini í snjallforriti Kjarna
Nú er hægt að birta starfsmannaskírteini í snjallforriti Kjarna. Skírteinið inniheldur grunnupplýsingar um starfsmanna og fyrirtækið sem hann vinnur hjá.
Endurbætur á launatöflum
Ýmsar lagfæringar og breytingar hafa verið gerðar á launatöflum í Kjarna til að bæta vinnuflæði:
Í flipanum Reikniliðir/Hópar á launatöflum eru nú komin tvö aðskilin svæði til að skrá annars vegar reikniliði og hins vegar reiknihópa.
Athugasemdir tengdar gildisdögum geta verið mismunandi eftir tímabilum.
Þegar launatafla er hækkuð er nú hægt að hafa hana af tegundinni áætlun. Ef slík hækkun er framkvæmd breytist sían á töflunni í "Laun og áætlun" svo notandinn sjái hækkuðu töfluna þar sem sjálfgefið opnast töflur aðeins fyrir tegundina Laun.
Launamiðar og launaframtal
Við tókum fyrir bæði launamiða og launaframtal með það að markmiði að einfalda þá vinnslu og minnka líkur á villum.
Nú er ekki hægt að skrá staðgreiðslutegund á launalið sem á ekki að reiknast til staðgreiðslu. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að slíkum launamiðum sé ranglega skilað sem staðgreiðsluskildum til RSK með tilheyrandi leiðréttingum eftir að launamiðum er skilað.
Nú koma svæðin "Sundurgreina á launalið" og "Eyða öllu fyrir" sjálfgefin þegar farið er í að undirbúa launamiða.
Kennitala fyrirtækis birtist nú í launaframtali í stað netfangs.
Ný aðgerð til að hækka alla áætlun um ákveðna prósentu
Í launaáætlun má nú hækka "upphæð" eða "samtals" fyrir alla áætlunina eða bara valda mánuði. Hægt er að nota þessa aðferð til að skoða til dæmis hvaða ákveðin prósentuhækkun kostar fyrir ákveðinn kjarasamning.
Hægt er að velja ða hækka eftir skipulagseiningu, kostnaðarstöð, launamanni, samningi, launaflokk eða jafnvel eftir því hvaða færslur koma (t.d. fastir liðir eða hlutfall).
Hægt er að skoða niðurstöðu hækkunar án þess að geyma hana með því að haka í "Sýna niðurstöðu" og sleppa að haka í "Geyma niðurstöðu".
Ýmsar smærri viðbætur
Ýmsar smærri en þægilegri viðbætur voru einnig hluti af desember útgáfunni. Má þar nefna:
Ef starfsfólk greiðir viðbótarlífeyrissparnaðinn í tvo séreignarsjóði er nú hægt að velja séreignarsjóð 2 inn í sniðmát fyrir rafrænar undirritanir.
Síðasti starfsdagur starfsmanns birtist nú á starfsmannalista á Kjarnavefnum.
Ástæða ráðningarmerkingar hefur verið bætt við starfsmannavefþjónustur með aðgangsstýringu þar sem upplýsingarnar geta verið viðkvæmar.
Val á viðbótardálkum helst nú milli "List" og "Select".
Í dagpeningafærslum á vef er nú hægt að leita eftir nafni, kennitölu og launamannanúmeri.
