Einfaldaðu ferla og ráðningar með gátlistum Kjarna

Nú er hægt að stofna gátlista í mannauðshluta Kjarna yfir algeng verkefni sem þörf er á að framkvæma, jafnvel þvert á deildir.

22. febrúar 2023

Nú er hægt að stofna gátlista í mannauðshluta Kjarna yfir algeng verkefni sem þörf er á að framkvæma, jafnvel þvert á deildir.
Gátlistarnir geta verið fjölbreyttir og henta t.a.m. til að tryggja að gengið sé frá öllum nauðsynlegum atriðum við upphaf starfs og við starfslok starfsmanns.
Fyrirtæki geta haft:

Sniðmát sérsniðin að eigin þörfum.

Tímamörk á gátlistum.

Sjálfvirkar áminningar áður en ljúka þarf gátlistanum.

Gátlistar koma vel að notum þegar nýr starfsmaður er ráðinn. Starfsmaður er stofnaður í Kjarna í ráðningaferlinu, í kjölfarið getur mannauðsdeildin tengt gátlista á starfsmanninn fyrir þau verkefni sem þarf að afgreiða áður en hann hefur störf.
Þar má nefna að taka til búnað sem hann mun þurfa á að halda, aðgangskort, búa til aðgang að tölvukerfum og fleira.

Deildir sem sinna þessum verkefnum fá tilkynningu um að gátlisti hafi verið stofnaður, og geta svo hakað í listann þegar að þeirra hluta verkefnanna er lokið. Gátlistinn sparar þannig fjölda símtala og tölvupósta og auðveldar yfirsýn yfir framvindu verkefna.

Nýjasta viðbótin í gátlistum er magnvinnsla þar sem hægt er að sjá stöðu á hverjum gátlista fyrir sig, þ.e. hvaða atriði er búið að merkja við í gátlistanum og af hverjum. Mannauðsdeildir, stjórnendur og aðrir sem hafa aðgang að gátlistum, geta einnig skoðað framgang margra lista í einu, til dæmis fyrir stóran hóp af fólki. Þessi nýja virkni mun meðal annars koma sér vel þegar hópur fólks er ráðinn inn í einu, eins og sumarstarfsfólk að vori.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2023 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.