Einfaldaðu ferla og ráðningar með gátlistum Kjarna
Nú er hægt að stofna gátlista í mannauðshluta Kjarna yfir algeng verkefni sem þörf er á að framkvæma, jafnvel þvert á deildir.

Nú er hægt að stofna gátlista í mannauðshluta Kjarna yfir algeng verkefni sem þörf er á að framkvæma, jafnvel þvert á deildir. Gátlistarnir geta verið fjölbreyttir og henta sérstaklega vel til að tryggja að gengið sé frá öllum nauðsynlegum atriðum við upphaf starfs og við starfslok starfsmanns.
Möguleikar
Fyrirtæki geta:
Sérsniðið sniðmát að eigin þörfum.
Sett tímamörk á gátlista.
Fengið sjálfvirkar áminningar áður en ljúka þarf gátlistum.
Notkun við ráðningar
Þegar starfsfólk er stofnað í ráðningarferlinu getur mannauðsdeildin tengt það gátlista fyrir öll verkefni sem þarf að afgreiða fyrir upphaf starfs, svo sem að taka til búnað, aðgangskort og búa til aðgang að tölvukerfum.
Virkni fyrir deildir
Deildir sem sinna verkefnum fá tilkynningu um að gátlisti hafi verið stofnaður og geta hakað við verkefni þegar þeim er lokið, sem sparar fjölda símtala og tölvupósta og auðveldar yfirsýn yfir framvindu verkefna.
Magnvinnsla
Nýjasta viðbótin býður upp á magnvinnslu þar sem hægt er að sjá stöðu á hverjum gátlista, hvaða atriði eru merkt við og af hverjum. Þetta gefur mannauðsdeildum, stjórnendum og öðrum með aðgang möguleika á að skoða framgang margra lista í einu, sem hentar sérstaklega vel þegar hópur fólks er ráðinn inn í einu, eins og við ráðningu sumarstarfsfólks.
