Einfaldari launavinnsla með Kjarna

Launahluti Kjarna býður upp á hraðvirka og einfalda launavinnslu í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr því að létta skil á kjaraupplýsingum til þriðja aðila og því eru helstu kjarakannanir á íslenska markaðnum innbyggðar í lausnina, þ.m.t. launaskýrslur vegna jafnlaunavottunar.

11. nóvember 2022

Í Kjarna er einfalt er að útbúa nákvæma launaáætlun með launum og launatengdum gjöldum og stofna svo 12 útborganir yfir árið. Hægt er að skrá allar þekktar breytingar fram í tímann, s.s. kjarasamningshækkanir og skipulagsbreytingar, og tekur launaáætlunin mið af þessum upplýsingum. Stjórnendur  geta skoðað launaáætlanir sinna teyma á vefnum og þar með haft góða yfirsýn yfir launamálin.

Einfaldari launavinnsla

Ein af helstu áherslum við þróun launahluta Kjarna var að einfalda launavinnslu. Eftir að allir launaupplýsingar hafa verið færðir inn í Kjarna, á borð við launatöflu, fasta launliði,  stéttarfélag, lífeyrissjóð o.fl, og viðverukerfi tengt við sé þess óskað, getur kerfið dregið fram allar þessar upplýsingar til að reikna bæði laun og ávinnslur.

Eftir að launin hafa verið reiknuð er launabunkinn sendur með einni aðgerð í fyrirtækjabankann þar sem gjaldkeri tekur við og greiðir þau út. Bókhaldskerfið Navision er tengt við Kjarna og hægt er að bóka launin beint þangað til eða taka bókun út sem textaskrá og hlaða upp í önnur bókhaldskerfi. Skil til margra þriðja aðila eru innbyggð í kerfið, en það er líka hægt er að taka skilin út með einni aðgerð.

Enginn tvíverknaður

Í Kjarna er auðvelt að reikna laun stórra fyrirtækja og stofnana þar sem starfseminni er skipt upp á nokkrar kennitölur. Þar er hægt að hafa starfsmann sem er í fleiri en einu starfi og vinna launin hans í öllum störfum á sama tíma.  Hætti starfsmaðurinn getur Kjarni svo séð um að reikna orlof og aðrar ávinnslur sem þarf að gera upp við starfslok.

Sjálfstæðari vinnubrögð

Þegar kemur að kjarasamningsbreytingum getur launafulltrúi sjálfur sér um breytingar í kerfinu, án aðstoðar þjónustuaðila. Breytingarnar eru einfaldlega lesnar inn í kerfið, eða ef um prósentuhækkun eða launatöluhækkun er að ræða er hægt að útfæra breytingarnar með einni aðgerð.

Góð yfirsýn

Launavinnsla er ekki það eina sem er einfalt í Kjarna, þar er einnig hægt að skoða og vinna með tölfræðiupplýsingar sem kerfið geymir út frá mismunandi forsendum, og gera úr þeim skýrslur og lista. Þetta auðveldar stjórnendum að hafa yfirsýn yfir bæði launamál og aðra þætti rekstursins.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2023 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.