Einfaldari starfsmannamál með mannauðshluta Kjarna

Einfaldaðu starfsmannamál fyrirtækisins með mannauðshluta Kjarna. Mannauðshluti Kjarna heldur utan um allar upplýsingar starfsfólks frá ráðningu til starfsloka. Þar er auðvelt að sækja og vinna með tölfræðiupplýsingar sem auðveldar alla gagnavinnslu og skýrslugerð. 

19. september 2022

Einfaldara utanumhald 

Mannauðshlutinn heldur utan um allar upplýsingar starfsfólks, má þar nefna stöðu, næsta yfirmann/stjórnanda, starfsþróun, lán á búnaði og öðrum eignum fyrirtækisins. Upplýsingarnar eru skráðar á starfsmannaspjöld og er hægt að hengja við skjöl á borð við ferilskrá og ráðningarsamning.  

Það er auðvelt að skrá inn upplýsingar og gera skipanir fram og aftur í tímann. Hefji nýr starfskraftur störf næstu mánaðarmót er hægt að stilla kerfið svo að aðgangur verði virkur þá. Sem og ef einhver er að hætta, þá er hægt að láta loka á aðgang á tilteknum degi fram í tímann.

Með stafrænu utanumhaldi og áminningum í tölvupóstum eru bunkar af excelskjölum með ólíkum upplýsingum, og miðar með áminningum um verkefni framtíðarinnar leyst af hólmi. 

Betri yfirsýn 

Mannauðshluti Kjarna auðveldar stjórnendum að halda yfirsýn yfir starfsfólkið, bæði þekkingu og reynslu, sem og að sjá tölfræðiupplýsingar um fyrirtækið í heild, minni skipulagseiningar eða ákveðið tímabil.  

Það er einfalt að finna starfsfólk með ákveðna hæfni, menntun og reynslu í Kjarna hafi hún verið skráð. Ef þörf er á að finna starfsmann sem talar ákveðið tungumál eða er með ákveðna menntun, er því einfaldlega slegið inn í leitarvélina og Kjarni sýnir lista yfir þá sem mæta leitarskilyrðunum. 

Á sama hátt er auðvelt að gera lista úr öðrum upplýsingum sem kerfið geymir, til að mynda starfsmannaveltu, starfslok og stórafmæli. Listana er hægt að gera út frá mismunandi forsendum, sækja upplýsingar fyrir tímabil, skipulagseiningu, eða ákveðna stöðu innan fyrirtækisins. Listana er hægt að skoða í kerfinu, taka út sem excel-skjal, eða senda öllum á listanum tölvupóst beint í gegnum kerfið, ef við á. 

Mannauðshluti Kjarna nýtist ekki bara mannauðsstjórum. Hægt er að takmarka aðgang að kerfinu fyrir tiltekinn hóp eða skipulagseiningu. Stjórnendur geta þannig haft aðgang að mannauðshluta sinnar deildar, og með því öðlast betri yfirsýn yfir sitt starfsfólk, orlofsstöðu þeirra og önnur starfsmannamál. 

Frá upphafi til enda 

Ráðningarferli einfaldast til muna með mannauðshlutanum þar sem allt ferlið er aðgengilegt á einum stað. Þar er hægt að stofna atvinnuauglýsingu, umsóknirnar vistast í kerfinu og þegar rétti aðilinn hefur verið ráðinn færast upplýsingarnar um viðkomandi inn í mannauðskerfið. 

Ráðningarsamningur og undirskrift fara einnig í gegnum kerfið. Þar er hægt að vista ólík sniðmát fyrir samninga sem henta mismunandi ráðningum. Það sniðmát sem hentar er valið og starfsmaðurinn fær sendan tölvupóst með hlekk, fylgir honum og skrifar rafrænt undir. Stjórnandi fylgir sama ferli og málið er afgreitt. Samningurinn vistast svo sem viðhengi undir starfsmannaspjaldinu inn í mannauðskerfinu.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2023 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.