Frá auglýsingu til undirritunar - Kjarni Ráðningar

Ráðningahluti Kjarna býður upp á utanumhald um ráðningarferlið frá auglýsingu til undirritunar. Sjálfvirknivæðing ferla, áminningar og góð yfirsýn fækka bæði skrefum og gera ferlið þægilegt bæði fyrir umsækjendur og ráðningarfulltrúa.

3. janúar 2024

Auglýsing

Ráðningarferli byrjar á auglýsingu sem er sett upp í kerfinu með þeim spurningum sem vinnuveitandi leitast við að fá svarað. Kjarni býður bæði upp á staðlaðar spurningar miðaðar við mannauðshluta kerfisins og skimunarspurningar sem fyrirtækið getur valið, t.d. hvenær umsækjandi geti hafið störf.

Umsókn

Þegar auglýsingin hefur birst geta umsækjendur stofnað aðgang, fært inn upplýsingar og hlaðið upp skjölum á borð við ferilskrá. Notandinn getur í framhaldinu skráð sig inn á sitt svæði, séð stöðu á auglýsingum, uppfært starfsferil og sótt um önnur störf.

Yfirferð

Ráðningarfulltrúar og stjórnendur geta séð umsækjendahópinn í Kjarna og byrjað að vinna úr gögnum um leið og umsóknir berast. Þar er hægt að skrá og skoða niðurstöður meðmæla, athugasemdir og fylgiskjöl svo dæmi sé nefnt. Kerfið býður einnig upp á að senda tölvupóst beint á viðtakanda, t.d. til að biðja um frekari gögn eða boða í viðtal.

Gefðu umsækjendum einkunn

Hægt er að skrá stöðu umsóknar og sérsníða stöðuheitið, t.d. hvort umsókn sé í bið, skoðun eða hafi verið hafnað. Í kjölfarið býður kerfið upp á að gefa umsækjanda einkunn, bæði út frá honum sjálfum og starfinu sem hann sækist eftir. Þetta kemur sér vel henti umsækjandi ef til vill betur annarri stöðu innan fyrirtækisins en þeirri sem hann sótti um.

Ráðning

Þegar umsækjandi hefur verið valinn er umsókn merkt tilbúin til ráðningar. Kerfið sýnir hvort umsækjandi sé þegar skráður starfsmaður, þ.e.a.s. hvort hann sé að skipta um stöðu innan fyrirtækisins eða bæta við sig vinnu, hvort hann hafi áður starfað hjá fyrirtækinu og ráðningin fari í endurráðningarferil, eða hvort hann sé nýr í kerfinu.

Rafrænar undirritanir

Kerfið býður upp á að við ráðningu komi upp sprettigluggi sem býður ráðningarfulltrúa að ganga strax frá ráðningarsamningi með rafrænni undirritun. Sé það samþykkt er samningurinn sendur og ráðningin frágengin hratt og örugglega.

Sjálfvirkt flæði

Við ráðningu stofnast umsækjandinn inn í mannauðshluta Kjarna og allar upplýsingar sem hann fyllti út og sendi inn í ferlinu, ásamt ráðningarsamningi hafi hann verið rafrænn, flytjast sjálfkrafa þangað og vistast á viðeigandi spjöld á hans svæði. Það fer enginn tími í að handfæra gögn á milli kerfishluta, grunnurinn að upplýsingunum sem fyrirtækið þarf er þegar kominn á réttan stað, tilbúinn þegar umsækjandi hefur störf.

Ráðningarhluti Kjarna

Villtu vita meira um ráðningahluta Kjarna?

Bókaðu fund með ráðgjafa

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2023 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.