Liggur framtíð mannauðsstjórnunar í snjallri gagnavinnslu?

Hjá flestum fyrirtækjum búa mannauðs- og launakerfi yfir mikilvægum upplýsingum um starfsmannahópinn. Á sama tíma gefa starfsánægjumælingar dýrmætar vísbendingar um líðan, samskipti og helgun starfsfólks. En hvað gerist þegar slík gagnasöfn eru sameinuð?

6. október 2025

Hjá flestum fyrirtækjum búa mannauðs- og launakerfi yfir mikilvægum upplýsingum um starfsmannahópinn. Á sama tíma gefa starfsánægjumælingar dýrmætar vísbendingar um líðan, samskipti og helgun starfsfólks. En hvað gerist þegar slík gagnasöfn eru sameinuð?

  • Kjarni heldur utan um lykilgögn líkt og ráðningar, starfslok, launaþróun og aðrar lykilbreytingar í starfsmannamálum.

  • Moodup fangar rödd starfsfólks með reglulegum, nafnlausum púlsmælingum sem sýna þróun starfsánægju og helgunar yfir tíma.

Með samþættri gagnavinnslu geta stjórnendur loksins tengt saman "hörð" mannauðsgögn og "mjúku" mælikvarðana úr starfsánægju. Það opnar á spurningar eins og:

  • Er starfsánægja lægri í deildum þar sem starfsmannavelta er há?

  • Er meiri veikindafjarvera í teymum þar sem helgun er lág?

  • Hvernig breytist starfsánægja þegar nýr stjórnandi tekur við?

  • Metur yngra starfsfólk starfsánægju út frá vaxtarmöguleikum á meðan eldra starfsfólk leggur meiri áherslu á stöðugleika og viðurkenningu?

  • Hefur skortur á launahækkunum áhrif á líðan starfsfólks og tryggð við fyrirtækið?

Frá skýrslugjöf til forspárgreininga

Samtvinnuð gagnavinnsla milli þessara kerfa getur gefið sterkar vísbendingar um það sem framundan er og gefur því stjórnendum forskot til að grípa inn í óheillavænlega þróun í mannauðsmálum.

  • Forspá: "Deildir með minnkandi starfsánægju eru tvöfalt líklegri til að missa starfsfólk á næstu sex mánuðum."

  • Viðmið: "Teymi með fjölbreytta aldurssamsetningu sýna meiri stöðugleika en einhæf teymi."

  • Tillögur: "Á þessu sviði virðist viðurkenning frá stjórnendum vera helsti drifkraftur starfsánægju. Hér ætti að leggja áherslu á markvissa umbun og endurgjöf."

Gervigreind sem ráðgjafi

Með gervigreind færðu svo gögnin til að tala. Í staðinn fyrir flóknar skýrslu gætu stjórnendur einfaldlega spurt:

  • "Hvaða deildir eiga mesta hættu á starfsmannaveltu á næstu sex mánuðum?"

  • "Hvaða þættir hafa mest áhrif á starfsánægju hjá yngra starfsfólki?"

Svörin birtast þá á mannamáli, með greinargóðri sýn á gögnin og tillögur að aðgerðum.

Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, Halla Árnadóttir, vöru- og teymisstjóri Kjarna, og Fabian Selbmann, teymisstjóri gagna og gervigreindar. Ljósmyndari: Eyþór Árnason.Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, Halla Árnadóttir, vöru- og teymisstjóri Kjarna, og Fabian Selbmann, teymisstjóri gagna og gervigreindar. Ljósmyndari: Eyþór Árnason.

Forskot með gagnadrifinni nálgun

Með því að tengja saman Kjarna og Moodup fær fyrirtækið ekki bara gögn heldur skýra mynd af mannauðinum sem hægt er að byggja ákvarðanir á. Þetta gerir fyrirtækjum kleift að:

  • Sjá fyrir og bregðast við áskorunum.

  • Sjá fyrir hvar hætta er á brotthvarfi eða veikindum er mest og grípa inn í áður en vandamál stækka.

  • Taka ákvarðanir sem byggjast á staðreyndum, ekki tilfinningu og byggja upp sterkari, stöðugri og ánægðari teymi.

  • Skilja hvað hvetur fólk áfram, hvað heldur því og hvað þarfnast úrbóta.

Þessi samþætting í gagnavinnslu á milli Kjarna og Moodup er ekki aðeins nýjung - hún er bylting í átt að raunverulegri gagnadrifinni mannauðsstjórnun. Með henni öðlast stjórnendur áður óséða innsýn í þarfir og væntingar starfsfólks, sem gerir þeim kleift að bregðast við á markvissari og árangursríkari hátt. Þetta er stórt skref fram á við í þróun vinnustaðarmenningar þar sem ákvarðanir byggjast á gögnum frekar en tilfinningu, og árangurinn mun sjást bæði í ánægju starfsfólks og styrk fyrirtækisins til framtíðar.

Gagnadrifin nálgun

Vilt þú vita meira?

Bókaðu fund með ráðgjafa og sjáðu hvernig snjöll gagnavinnsla getur veitt þér innsýn og ný tækifæri í mannauðsstjórnun.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.