Helstu nýjungar í maí útgáfu Kjarna
Ýmsar nýjungar litu dagsins ljós í maí útgáfu Kjarna. Hér verða nefndar þær helstu.

Rafrænar undirritanir – draga skjöl til baka
Í rafrænum undirritunum getur komið upp að skjöl hafi verið send fyrir mistök og þarf þá að vera hægt að draga skjöl til baka. Þeirri virkni hefur nú verið bætt við yfirlit yfir útsend rafræn skjöl.

Áminningar - afmælisdagar
Það hefur lengi verið ýmis áminningavirkni í Kjarna, s.s. áminningar fyrir upphaf starfs, reynslutíma og tímabundna ráðningu ásamt áminningum fyrir réttindi.
Í maí útgáfunni var bætt enn frekar við áminningarvirknina svo nú geta stjórnendur og mannauðsfólk fengið sendar áminningar ákveðnum tíma fyrir afmæli starfsfólks og einnig áminningar út frá þeim degi sem grunnspjaldið Tenging innan fyrirtækis er stofnað.
Gátlistar – ýmsar viðbætur
Eftir ábendingu frá viðskiptavinum hefur athugasemdasvæði verið bætt á gátlistana. Þar geta þátttakendur gátlistans sett inn athugasemdir í tengslum við verkefnin sem þeir eiga að framkvæma.
Ráðningardagsetningu starfsmanns hefur verið bætt við gátlistana og nú er einnig hægt að breyta röðun atriða í gátlista.

Starfsmannavelta og ástæða ráðningarmerkingar
Ástæðu ráðningarmerkingar var bætt við starfsmannaveltuskýrsluna í Kjarna svo nú er hægt að greina starfsmannaveltuna líka eftir þessum ástæðum.
Magnráðning
Magnráðningarvirkni hefur verið bætt við ráðningarhlutann á Kjarnavefnum. Þessi virkni er mjög góð þegar verið er að ráða hóp umsækjenda í sama starf, t.d. hóp sumarstarfsfólks að vori. Með þessu móti er hægt að stofna allan hópinn á einu bretti sem starfsmenn í Kjarna.

Jafnlaunavottun – starfafjölskyldur í grunnlaunaspjald
Það hefur lengi verið hægt að skrá upplýsingar um jafnlaunavottun í Kjarna. Viðskiptavinir hafa getað valið hvort þeir vilji nota yfir- og undirviðmið, Logib flokkun eða starfafjölskyldur. Starfafjölskyldur hafa hingað til verið skráðar á stöður í skipuriti en það hefur verið þörf hjá sumum viðskiptavinum að geta skráð starfafjölskyldur í grunnlaunaspjald starfsmanns.
Í maí útgáfu var orðið við þessari ósk svo viðskiptavinir geta nú valið hvort þeir vilji skrá starfafjölskyldur í skipurit eða grunnlaunaspjald.
Jafnlaunavottun – skýrsla fyrir persónubundna þætti
Nýrri skýrslu fyrir jafnlaunavottun var bætt inn á Kjarnavefinn. Í þessari skýrslur er hægt að taka út yfirlit yfir þá persónubundnu þætti sem skráðir eru á starfsfólk. Skýrsluna er einfalt að taka út í Excel og þannig t.d. hægt að lesa inn í PayAnalytics.
Breytingasaga – ný skýrsla
Haldið er utan um alla breytingasögu í Kjarna, t.d. hvaða gildi var breytt, úr hverju, í hvað og af hverjum. Þessi breytingasaga er nokkuð tæknileg og hafa sumir viðskiptavinir þurft aðstoð frá ráðgjöfum Origo til að lesa úr henni.
Í maí útgáfu var bætt við nýrri skýrslu sem sýnir breytingasögu starfsmanna- og launaspjalda á mun einfaldari og aðgengilegri máta fyrir viðskiptavini.
Starfsmannamyndir slóð vs. viðhengi
Virkni fyrir starfsmannamyndir hefur frá upphafi verið þannig að Kjarni sækir myndir á vefsvæði/skráarslóð og birtir í Kjarna. Þetta hefur þótt þægilegt því þá hefur Kjarni getað sótt þær starfsmannamyndir sem önnur kerfi viðskiptavinar nota og það hefur ekki þurft að vista myndir sérstaklega inn í Kjarna sjálfan.
Undanfarið hefur aftur á móti komið upp þörf fyrir að geta birt frekar þær myndir sem vistaðar eru á starfsmann í Kjarna, t.d. í því tilviki sem ráðinn er hópur sumarstarfsfólks og það eru ekki teknar starfsmannamyndir af öllum hópnum. Þá er gott að Kjarni noti myndina sem umsækjandi sendi inn í umsóknarferlinu, en sú mynd afritast yfir á starfsmanninn þegar hann er ráðinn.
Þeirri virkni var því bætt inn að ef ekki finnst mynd af starfsmanni á myndaslóðinni, sem skilgreind er í stillingum í Kjarna, þá sé athugað hvort mynd sé vistuð í viðhengjaspjald starfsmanns og sú mynd þá sótt og birt.
Mötuneyti – mismunandi verð á mismunandi tímasetningum
Eitthvað er um það hjá viðskiptavinum að verð máltíða sé mismunandi eftir tímum innan dagsins. Það var því bætt við virkni í mötuneytislausnina sem gerir notendum kleift að tengja tímasetningar inn á mötuneytin. Kiosk-ið í mötuneytinu les þessar tímasetningar og skiptir um verð eftir tímasetningum.
Einnig var bætt inn sjálfvirkri uppfærslu á Kiosk-inu svo það uppfærist sjálfkrafa þegar gefnar eru út nýjar útgáfu af Kjarna. En áður þurfti að fara í stillingar á Kiosk-inu og velja að sækja nýja útgáfu.

Launatöflur – listi sem sýnir taxta
Nú er hægt að skoða launaliðaupphæðir út frá völdum samningum, launaflokkum og þrepum. Hægt er að nálgast þennan lista úr grunnlaunaspjaldi launamanns og úr viðeigandi launatöflu.
Launasamþykkt – birta yfirskrifuð heiti launaliða
Í launasamþykkt birtast nú yfirskrifuð heiti launaliða ef þau hafa verið yfirskrifuð í launavinnslunni.
Launaskýrsla á Kjarnavef
Nýrri launaskýrslu hefur verið bætt við Kjarnavefinn en þar var m.a. áður að finna launaþróunarskýrsluna. Þessi nýja launaskýrsla sýnir lista yfir alla undirmenn stjórnanda og hægt er að sprengja út upplýsingar hvers og eins starfsmanns og sjá hvernig laun viðkomandi aðila eru samsett.

Launaáætlun – samanburður raun/áætlun
Útbúin hefur verið skýrsla undir áætlun á Kjarna vef sem birtir rauntölur launa samanbornar við áætlun fyrir valið ár.
Ávinnslukerfi launaáætlunar – skýrslur vegna ávinnslu og skuldbindingar
Útbúinn hefur verið hraðlisti undir áætlun til þess að skoða ávinnslur/skuldbindingu fyrir valda áætlun.