Eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði mannauðstækni

Origo kynnti á dögunum fyrirhugaða sameiningu Kjarna, mannauðs- og launalausna Origo og Moodup, en þessar mannauðslausnir eru í eigu Skyggnis eignarhaldsfélags.

2. október 2025

Origo kynnti á dögunum fyrirhugaða sameiningu Kjarna, mannauðs- og launalausna Origo og Moodup, en þessar mannauðslausnir eru í eigu Skyggnis eignarhaldsfélags. Sameining þessara eininga er skref í stefnu Origo og Skyggnis að auka sjálfstæði teyma og styðja við vöxt á þeirra forsendum og sérsviði. Með sameiningu Kjarna og Moodup verður til eitt stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði.

Skyggnir keypti hugbúnaðarfyrirtækið Moodup í byrjun árs en félagið þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga. Síðan þá hefur starfsfólk Moodup og Kjarna átt farsælt samstarf og séð þá möguleika sem sameinað félag hefur í framþróun mannauðslausna hér á landi.

Við höfum séð hvernig náið samstarf félaganna dýpkar virkni lausnanna enn frekar og skapar ný tækifæri fyrir viðskiptavini okkar, til að mynda með aukinni hagnýtingu gagna og betri heildarsýn yfir mannauðsmál fyrirtækja

Dröfn Guðmundsdóttir, sem verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags

Bjóða þrjár lausnir

Þrjár lausnir verða hryggjarstykki sameinaðs félags.

  • Kjarni, mannauðs- og launakerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að sjálfvirknivæða ótal ferla í mannauðsmálum sínum og halda utan um allt sem viðkemur mannauði og launavinnslu á einum stað.

  • Moodup, sem hjálpar fyrirtækjum að auka starfsánægju sína með mismunandi tegundum mannauðsmælinga.

  • Síðan er það Rúna launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum.

Í dag eru þessar lausnir notaðar af yfir 200 stórum og meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi og uppfylla ströngustu kröfur íslensks vinnumarkaðar.

"Þetta er gríðarlega spennandi tækifæri fyrir viðskiptavini okkar og starfsfólk. Með því að sameina mannauðs-, starfsánægju- og launalausnir okkar í sjálfstætt félag getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á heildstæða mannauðslausn á einum stað, fjárfest enn frekar í vöruþróun og bætt við virðisaukandi þjónustu og ráðgjöf fyrir viðskiptavini okkar.

Fyrir mig persónulega er mikill heiður að fá að leiða þetta verkefni. Ég hef starfað í mannauðsmálum í yfir tuttugu ár og sem framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo í tólf. Ég hlakka mikið til að starfa hinum megin við borðið og aðstoða viðskiptavini okkar að ná árangri í sínum rekstri með framúrskarandi mannauðslausnum og hagnýtingu mannauðs- og launagagna," segir Dröfn Guðmundsdóttir.

Drifið áfram af bestu tækni sem völ er á

Sameining Kjarna og Moodup miðar að því að hjálpa fyrirtækjum að gera mannauðsstjórnun að varanlegu samkeppnisforskoti, drifið áfram af djúpri þekkingu starfsfólks á mannauðs- og launamálum fyrirtækja og bestu tækni sem völ er á.

Það verður seint ofmetið hversu mikilvægt það er að halda vel utan um fólkið sitt. Starfsfólkið, hugvit þess og hæfileikar, eru kjarninn í hverju einasta fyrirtæki.

Dröfn Guðmundsdóttir

Félagið, sem mun fyrst um sinn bera nafnið Kjarni Moodup ehf., mun bjóða íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, traustan samstarfsaðila fyrir öll mannauðs- og launamál. Með sameiningunni verður til öflugt félag í mannauðslausnum sem mun veita viðskiptavinum framúrskarandi lausnir sem stuðla að ánægju og árangri.

Ekki missa af fréttum frá Kjarna

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá reglulegar fréttir af nýjungum í Kjarna, greinar um mannauðsmál og upplýsingar um komandi viðburði.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.