Snjallforrit og starfsmannavefur Kjarna bætir upplýsingagjöf

Það er mikið magn upplýsinga skráð í mannauðs- og launakerfi fyrirtækja. Að veita starfsfólki sjálfu aðgang að þessum upplýsingum bætir upplýsingagjöf til starfsfólksins, eykur skilvirkni og léttir á álagi á mannnauðs- og lanadeildir.  

2. júlí 2024

Snjallforrit og Starfsmannavefur Kjarna gerir sjálfsafgreiðslu starfsfólks mögulega 

Nú á dögunum gáfum við út nýtt Kjarna snjallforrit og hafa nú starfsmenn aðgang að öllum sínum helstu upplýsingum í gegnum það. Snjallforritið er afar hentugt fyrir það starfsfólk sem ekki vinnur við tölvu og getur því nálgast upplýsingarnar á einfaldan máta í símanum sínum hvar sem það er statt.   Snjallforrit Kjarna er aðgengilegt bæði í App Store og Google Play.

Sem dæmi um það sem starfsfólk getur gert í snjallforritinu er leitað að samstarfsfólki, séð yfirlit yfir orlofsstöðu, sent inn orlofsbeiðni, stimplað sig inn og út, sótt um líkamsræktar- og samgöngustyrki, uppfært bankareikninginn sinn og margt fleira.

Það er von okkar að þetta bæti aðgengi alls starfsfólks að þeim upplýsingum sem Kjarni heldur utan um og létti þannig enn frekar á mannauðs- og launadeildum.

Þægindi við skipulag orlofs 

Í snjallforritinu og á vefnum getur starfsfólk séð yfirlit yfir orlofsstöðu sína og sent inn orlofsbeiðni til samþykktar. Á vefnum getur starfsfólk einnig séð yfirlit yfir orlofsóskir samstarfsfólks síns til að sjá hvernig þeirra eigin orlofsóskir passa við orlofsóskir annarra aðila teyminu.  

Einfalt ferli fyrir styrkumsóknir, beiðnir og viðburði 

Starfsfólk getur séð yfirlit yfir þá styrki sem stendur því til boða, stöðu þeirra styrkja og getur sent inn styrkumsóknir t.d. fyrir líkamsræktar- og samgöngustyrk.  

Einnig er hægt að senda inn dagpeninga- og fræðslubeiðnir til samþykktar til næsta yfirmanns.  

Hægt er að sjá yfirlit yfir þá viðburði og námskeið sem eru í boði á vegum fyrirtækisins og skrá sig á þá.  

Öll helstu skjöl við höndina 

Starfsfólk getur haft aðgang að launaseðlum og launamiðum ásamt ýmsum skjölum sem tengd eru á það í Kjarna. Einnig getur það getur hlaðið inn viðbótarskjölum, ef þessi gerist þörf, t.d. ef skila þarf inn prófskírteini til staðfestingar á viðbótarmenntun.  

Viðhald grunnupplýsinga 

Opið getur verið á aðgang starfsfólks að því að viðhalda ákveðnum grunnupplýsingum, s.s. bankaupplýsingum, upplýsingum um nánasta aðstandanda, menntun, hæfni, réttindi, námskeið og fyrri vinnuveitendur.  

Yfirlit yfir tímaskráningar og skráningar í mötuneyti 

Ef starfsfólk þarf að skrá tímana sína eða stimpla sig inn þá getur það gert það í gegnum snjallforritið og vefinn. Á vefnum getur starfsfólk auk þess séð yfirlit yfir hvaða samstarfsfólk er í vinnu þann daginn og hvar það er statt, sem er afar hentugt ef mikið er um fjarvinnu á vinnustað.  

Ef mötuneytishluti Kjarna er í notkun hjá fyrirtæki þá getur starfsfólk séð yfirlit yfir skráningar sínar í mötuneyti auk þess sem það kemur til með að geta skráð fyrirfram hvaða daga það ætlar að vera í mat. Þetta getur einfaldað skipulag fyrir umsjónaraðila mötuneyta og dregið úr matarsóun þar sem einfaldara er að áætla magn þess matar sem bjóða þarf upp á hverju sinni.  

Samstarfsfólkið 

Snjallforritið og vefurinn auka einnig aðgengi starfsfólks að grunnupplýsingum um samstarfsfólk sitt. Þar er einfalt að leita eftir ákveðnu samstarfsfólki, aðilum í sömu stöðu/deild og einhver annar, t.d. ef aðili er fjarverandi og ná þarf í staðgengil, og sjá samskiptaupplýsingar samstarfsfólks.  

Einnig er gaman að geta séð yfirlit yfir afmælisbörn dagsins svo hægt sé að kasta kveðju á afmælisbörnin!  

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2023 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.