Betri starfsupplifun
Aukin starfsánægja með sjálfsafgreiðslu
Veittu starfsfólki aðgang að eigin upplýsingum með starfsmannavef eða snjallforriti Kjarna. Með aukinni sjálfsafgreiðslu minnkar álag á mannauðs- og launadeildir sem geta þá einbeitt sér að virðisskapandi verkefnum.

Aukið sjálfstæði starfsfólks
Ávinningur
Færri fyrirspurnir, aukinn tímasparnaður
Veittu starfsfólki beint aðgengi að eigin upplýsingum og minnkaðu fyrirspurnir til mannauðs- og launadeilda.
Minni handavinna
Allar beiðnir fara sjálfkrafa til hlutaðeigandi aðila og kerfið sér um eftirfylgni - engin þörf á óþarfa tölvupóstum.
Aukin starfsánægja
Sjálfsafgreiðsla og hraðari afgreiðsla beiðna bætir upplifun starfsfólks. Starfsfólk hefur gott yfirlit yfir allar sínar grunnupplýsingar.
Á ferðinni
Snjallforrit Kjarna
Handhæg leið til að sinna daglegum málum hvar og hvenær sem er. Snjallforritið er hannað með áherslu á einfaldar og snöggar aðgerðir eins og viðveruskráningar, umsóknir um orlof og styrki, eða skráningar í mötuneyti. Tilvalið fyrir þau sem eru á ferðinni og vilja hafa hlutina við höndina í símanum.

Eiginleikar
Allt sem þú þarft á einum stað
Kynntu þér þá eiginleika sem eru í boði á starfsmannavefnum og í snjallforriti Kjarna.