Við erum til staðar fyrir þig
Þjónustuheimsókn
Við í Kjarna leggjum mikla áherslu á að viðhalda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og eru þjónustuheimsóknir mikilvægur hluti af þeirri viðleitni.
Markmiðið með þjónustuheimsókn fyrir utan að styrkja tengslin er að fara yfir það hvernig viðskiptavinir okkar eru að nýta Kjarna og koma með ábendingar um betri nýtingu. Við förum yfir þá kerfishluta sem eru í notkun og reynum að ná fram atriðum sem viðskiptavinum þykir að mætti betrumbæta með einhverjum hætti.
Upplifun þín af kerfinu og þjónustunni skiptir okkur miklu máli. Fylltu út formið hér að neðan til að óska eftir þjónustuheimsókn og við höfum samband til að finna tíma sem hentar.
