Betri yfirsýn, aukinn hraði og einfaldara flæði í október útgáfu Kjarna
Október útgáfa Kjarna er komin út og inniheldur hún fjölda spennandi nýjunga sem gera daglega vinnu bæði einfaldari og fljótlegri. Stærsta breytingin að þessu sinni er á launaáætlun Kjarna, en hún hefur fengið nýtt útlit ásamt því að vera orðin hraðvirkari og með betri leitarmöguleikum.

Hraðari og einfaldari launaáætlun
Töluverðar breytingar og nýjungar hafa verið gerðar á launaáætlun á Kjarnavef. Sú stærsta er hraðabreyting áætlunar á vef ásamt nýju útliti.

Einnig hefur bæst við ný virkni en nú er m.a. hægt að:
Breyta sýn að vild og velja hvaða gögn birtast og hvernig þau eru sýnd.
Leita að starfsfólki, skipulagseiningu, kostnaðarstöðvum og fleiru á fljótlegan máta.
Leita að launaliðum, bæði eftir nöfnum og númerum þeirra, eftir að nýjar færslur hafa verið stofnaðar.
Yfirskrifa kostnaðarstöð við skráningu nýrra færslna á vefnum.
Einnig er nú val um að birta aðeins einingar eða eins og áður, upphæð og einingar.
Í nánari upplýsingum um færslulínur áætlunar á vef er hægt að sjá númer kjarasamnings þess sem verið er að skoða og launaflokk. Hjá þeim sem eru að vinna með grunnlaunaflokka og álag þá munu þessi tvö atriði einnig birtast.
Fjöldaskráning á hæfni og réttindum
Í samanburðarvirkninni á Kjarnavefnum má nú skrá hæfni og/eða réttindi á marga starfsmenn í einu.
Þar sem notendur eru almennt bara að vinna með fáar stöður, t.d. vaktstjóra með þær stöður sem tilheyra þeim, þá er nú hægt að stjörnumerkja þær stöður sem notendur vinna reglulega með og þannig flýtt fyrir skráningum.
Bætt hefur verið við stillingu til að fela lágmarksgildi skala fyrir þá viðskiptavini sem ekki vilja birta það.
Einnig má sjá hver stofnaði eða breytti færslu og hvenær, sem eykur rekjanleika og gagnsæi.

Ný ráðningarmerking: Á uppsagnarfresti
Til að auka yfirsýn hefur verið bætt við nýrri ráðningarmerkingu: "Á uppsagnarfresti". Þannig geta notendur fljótt séð yfirlit yfir hvaða starfsfólk hefur sagt upp störfum og eru að vinna uppsagnarfrest.
Eldri ráðningarmerking "Á starfslokasamningi" er áfram notuð ef starfsfólk er að láta af störfum, fær greiddan uppsagnarfrest og vinnur hann ekki.
Þessi nýja merking er aðgengileg í Kjarna client, á Kjarnavef og í Power BI skýrslum.
Fleiri viðhengjategundir í ráðningum
Ráðningarhlutinn býður nú upp á möguleika að óska eftir fleiri viðhengjategundum en áður.
Viðbótarviðhengin hafa hingað til verið endurskorðuð við mynd og sakavottorð en í ljós hefur komið að þarfir viðskiptavina eru mismunandi hvað þetta varðar. Því hefur verið bætt við möguleiki á að óska eftir hvaða viðhengjategundum sem er og viðskiptavinir geta sjálfir skilgreint þessar tegundir.
Meiri sveigjanleiki og betri upplifun í mötuneyti
Nýrri virkni hefur verið bætt við mötuneytislausnina sem gerir kleift að bjóða upp á fleiri en eina máltíð í mötuneyti í stað þess að velja milli áskriftar eða stakrar máltíðar.
Ef þessi valmöguleiki er virkjaður þá er flæðið á mötuneytisskjánum annað en ef aðeins ein máltíð er í boði. Starfsfólk velur þá fyrst hvaða máltíð það ætlar að versla og skannar svo kortið sitt. Þessi viðbót á aðeins við um kaup starfsfólks í mötuneyti, ekki ytri aðila eða gesta.

Starfsvottorð fyrir starfsfólk sem látið hefur af störfum
Nokkrar breytingar voru gerðar á starfsvottorði í Kjarna:
Logo sem skráð er á fyrirtæki kemur nú fram á starfsvottorði.
Komið er svæði í valskjá þar sem hægt er að skrá upplýsingar sem birtast neðst á vottorði.
Gerð var breyting á vottorði sem er tekið út fyrir starfsmannanúmer hjá starfsfólki í tveimur störfum. Aðalstarfið kemur fyrst og næstu störf þar fyrir neðan.
Ný stilling birtir starfshlutfall nú út frá vinnutímaspjaldi í stað greiddra stöðugilda.
Ávinnslur - Betri heildarsýn yfir forsendur og niðurstöðu
Útbúin hefur verið ný aðgerð í ávinnslum sem heitir "Ávinnslur yfirlit forsenda" sem gerir notendum kleift að greina allar eða valdar áherslur á einum stað. Þetta einfaldar yfirferð og greiningu á ávinnslum og hvernig þær eru að reiknast.
Rafrænar undirritanir - Meiri stjórn og öryggi
Notendur geta nú skilyrt tegund rafrænnar undirritunar, hvort sem hún sé einföld eða fullgild. Fyrirtæki geta þannig tryggt að notendur fylgi réttum ferlum.
Tenging við Eloomi - Betri samþætting
Starfsmenn sem stofnaðir eru fram í tímann verða nú strax virkir notendur í Eloomi.
Þegar starfsfólk hefur verið merkt hætt í Kjarna verður það jafnframt óvirkt í Eloomi, sem tryggir að gögn séu alltaf samræmd.
Einnig er búið að bæta við custom svæðum við tengingu fyrir heiti skipulagseiningar, ráðningardagsetningu og kyn.