Kjarnavefur eykur sjálfstæði og léttir álag á mannauðs- og launadeildum

Á vefnum eru aðgengilegar upplýsingar úr flestöllum kerfishlutum Kjarna.

21. febrúar 2024

Kjarnavefurinn er hannaður fyrir stjórnendur og starfsfólk mannauðs- og launadeilda

Á vefnum eru aðgengilegar upplýsingar úr flestöllum kerfishlutum Kjarna.
Þar er hægt að finna upplýsingar úr:

Launum

Mannauði

Dagpeningum

Frammistöðumati/starfsþróunarsamtölum

Auk þess sem þar er hægt að vinna alfarið í kerfishlutunum

Viðveru

Ráðningum

Rafrænum undirritunum

Gátlistum og mötuneyti

Á upphafssíðu vefsins eru auk þess aðgengilegar ýmsar áhugaverðar lykiltölur.

Kjarnavefur eykur sjálfstæði og léttir álag á mannauðs- og launadeildum

Kjarnavefurinn veitir stjórnerndum aðgang að helstu gögnum og aðgerðum sem þeir þurfa í tengslum við mannauðs- og launamál.

Stjórnendur geta nálgast einfalda launalista á vefnum auk launaþróunarskýrslu og þurfa því ekki að hafa samband við launadeild fyrir þær upplýsingar. Einfalt er fyrir stjórnendur að sjá hvernig starfsmaður hefur þróast í launum og hvernig hann stendur í samanburði við aðra í hópnum.  

Á vefnum geta stjórnendur yfirfarið og samþykkt laun fyrir hverja útborgun og geta stjórnendur verið hvar sem er þegar kemur að því að samþykkja launin, svo lengi sem þeir eru í netsambandi og með tæki sem kemst inn á vefsíðu.

Samþykktarferli launabreytinga er aðgengilegt á vefnum. Samþykktarferlið veitir góða yfirsýn yfir launabreytingar í fyrirtækinu og styður formlegt ferli jafnlaunastefnu fyrirtækis. Stjórnandi setur þar inn tillögu og rökstuðning fyrir launabreytingu og kjararáð, eða þau sem taka afstöðu til launabreytinga, fá tilkynningu um breytinguna, geta yfirfarið hana og loks hafnað eða samþykkt og sent þá alla leið í rafræna undirritun.

Til viðbótar við ofangreint geta stjórnendur unnið í launaáætlun og fylgst með stöðunni á Kjarnavefnum, t.d. borið saman rauntölur og áætlun.

Stjórnandi hefur gott yfirlit yfir teymið sitt

Stjórnandi hefur yfirlit yfir afmæli og starfsafmæli teymismeðlima auk þess sem hann getur haft yfirlit yfir allar helstu upplýsingar sem skráðar eru um starfsfólk, allt eftir aðgangsréttindum stjórnandans.

Þær upplýsingar geta til dæmis verið:

Réttindi

Hæfni

Námskeið

Búnaður í vörslu starfsfólks

Skjöl/viðhengi auk "Orlofsstaða"

Stjórnendur eru því sjálfbjarga með upplýsingar og þurfa ekki að leita til mannauðs- og launadeilda varðandi þessi atriði. 

Einfaldara beiðnaferli

Kjarnavefurinn einfaldar beiðnaferli innan fyrirtækja þar sem stjórnendur geta þar tekið afstöðu til orlofs-, dagpeninga- og fræðslubeiðna starfsfólks í teyminu auk þess sem þeir geta séð yfirlit yfir þessar beiðnir. Með orlofsbeiðnayfirliti er auðvelt að sjá hvernig fríin raðast innan hópsins og tryggja nauðsynlega mönnun yfir sumartímann.  

Á Kjarnavefnum geta stjórnendur og aðrir tímastjórar yfirfarið tíma- og/eða fjarveruskráningar starfsfólks og sent tímana loks yfir í launin. Einnig getur Kjarnavefurinn stutt stjórnendur við frammistöðu-/starfsþróunarsamtöl.

Ráðningar frá A-Ö

Hægt er að sinna ráðningarferlinu frá A-Ö á vefnum. Allt frá því að stofna auglýsingu til birtingar, vinna úr umsóknum, óska eftir frekari gögnum til umsækjenda og að lokum að stofna einstakling beint í mannauðs- og launahlutann ásamt því að senda samning til rafrænnar undirritunar. Stjórnendur geta unnið alla hluta ferlisins eða hluta, allt eftir verklagi hvers fyrirtækis og þ.a.l. aðgangsréttindum stjórnenda. Lesa meira um ráðningar hér.

Rafræn skjöl á Kjarnavef

Allir þeir aðilar sem koma að því að senda rafræn skjöl í undirritun geta alfarið unnið það á Kjarnavefnum. Það er hægt að hafa mismunandi sniðmát og undirritendur og auðvelt er að hafa yfirlit yfir stöðu þeirra skjala sem hafa verið send í undirritun ásamt því að fylgja ferlinu eftir.

Viðmót gátlistakerfishlutans er alfarið á Kjarnavefnum og þar geta haft aðgang allir þeir aðilar sem koma að verkefnum tengt ákveðnum ferlum, t.d. við móttöku nýliða eða starfslok. Gátlistavirknin tryggir að ekkert gleymist í þessum mikilvægu ferlum. Lestu meira um gátlista hér. 

Mötuneytis- og verslanavirkni Kjarna er einnig öll á Kjarnvefnum

Þar geta notendur stillt allt sem tengist þeirri virkni, haldið utan um ytri aðila, séð yfirlit yfir skráningar og sent þær í launin eða tekið út fyrir reikningagerð.

Kjarnavefurinn er ríkur af virkni en er í stöðugri þróun í góðu samstarfi við viðskiptavini í Kjarna. Virkni vefsins hefur þannig algjörlega fleygt fram frá því hann fór fyrst í loftið árið 2020.  

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2023 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.